Fréttir & tilkynningar

22.11.2020

Vinningshafi í Bangsadagsgetraun

Vinningshafinn í bangsagetrauninni, sem haldin var í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum 27. október, kom við hjá okkur á dögunum og sótti vinninginn sinn. Það var hinn 5 ára gamli Benjamín Daði sem datt í lukkupottinn að þessu sinni. Benjamín giskaði rétt á nöfn fimm þekktra bangsa og við óskum honum til hamingju með glaðninginn.
06.11.2020

Tiha Toleva sýnir á bókasafninu

Opnuð hefur verið sýning á verkum Tihu Toleva á Bókasafninu í Hveragerði. Tiha útskrifaðist með diplóma frá Listmálarabraut Myndlistarskólans í Reykjavík síðastliðið vor. Hún er fædd og uppalin í Búlgaríu en býr og starfar sem myndlistarmaður í Hvera...
08.09.2020

Samsýning átta listamanna úr Myndlistarfélagi Árnessýslu

Opnuð hefur verið sýning á verkum átta myndlistarmanna úr Myndlistarfélagi Árnessýslu. Á sýningunni eru ólík verk unnin með mismunandi aðferðum og eru þau öll til sölu. Myndlistarmennirnir eru Hallfríður Ólöf Haraldsdóttir, Sæunn Freydís Grímsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Jón Magni Ólafsson, Hjördís Alexandersdóttir, Álfheiður Ólafsdóttir, Kristín Ólafsdóttir og Ásta Þórey Ragnarsdóttir. Sýningin stendur til 30. september og er opin um leið og safnið, mánudaga kl. 11-18:30, aðra virka daga kl. 13-18:30 og laugardaga kl. 11-14.