Fréttir & tilkynningar

04.05.2020

Bókasafnið opnar á ný

Bókasafnið í Hveragerði verður opnað að nýju mánudaginn 4. maí. Við minnum þó á að samkomubann er enn í gildi þrátt fyrir tilslakanir og biðjum því lánþega að virða áfram tveggja metra regluna, nota spritt og stoppa stutt við.
08.04.2020

Net- og símalaust á bókasafninu

Því miður er bilun í ljósleiðara sem veldur því að net- og símasambandslaust er á bókasafninu.
23.03.2020

Bókasafnið lokað frá 23. mars

Vegna hertra aðgerða skellir bókasafnið í lás frá og með þriðjudeginum 24. mars. Á meðan samkomubanni stendur er lokað fyrir öll útlán og afgreiðslu á bókasafninu. Skiladagur gagna hefur verið færður til 14. maí og tekið skal fram að engar sektir verða reiknaðar á meðan þessum forvarnaraðgerðum stendur. Við minnum á að allir lánþegar okkar hafa aðgang að Rafbókasafninu.
17.01.2020

Sýningaropnun

01.01.2020

Áramótakveðja