Fréttir & tilkynningar

09.01.2023

María Kristín sýnir á bókasafninu

María Kristín H. Antonsdóttir sýnir hjá okkur verk frá seríunni Í garðinum hennar ömmu sem hún vann á árinu 2022. María er fædd og uppalin í Hveragerði en býr í Kaupmannahöfn og stundar nám til mastersgráðu við Listaháskólann á Fjóni.
25.11.2022

mmm-kvöld á aðventu

Árleg jóladagskrá Bókasafnsins í Hveragerði og Listasafns Árnesinga verður haldin í listasafninu á fullveldisdaginn fimmtudaginn 1. desember kl. 20. Þá munu rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Pjetu...
09.11.2022

Lokað fimmtudaginn 10. nóvember

Fimmtudaginn 10. nóvember mun starfsfólk bókasafnsins sækja námskeið og freista þess að læra betur á nýja bókasafnskerfið sem tekið var í notkun í sumar. Þennan dag verður bókasafnið því lokað. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem það kann að valda en bendum á skilakassa við inngang safnsins. Við opnum svo aftur stundvíslega kl. 13 föstudaginn 11. nóvember.

Instagram