moya

21mar kl. 17:00-18:00
Síðasta fimmtudag marsmánuðar ber upp á skírdag og því flýtum við leshringnum um eina viku og hittumst fimmtudaginn 21. mars kl. 17. Bókin sem við ætlum að fjalla um er ævisaga Guðrúnar Ásmundsdóttur leikkonu, Ég og lífið. Það verður heitt á könnunni að vanda og öll velkomin. Eintök af bókinni má nálgast í afgreiðslu bókasafnsins.
Bókasafnið í Hveragerði
21mar kl. 20:00-22:00
Síðasta fimmtudag marsmánuðar ber upp á skírdag og því flýtum við prjónakaffinu um eina viku og hittumst fimmtudaginn 21. mars kl. 20-22. Valgerður Halldórsdóttir verður gestur hjá okkur og ætlar að kenna áhugasömum stjörnuhekl. Það myndar fallegt mynstur sem hentar t.d. í teppi, tuskur, eyrnabönd og stúkur. Það má hafa með eigið garn og heklunálar en við verðum líka með á staðnum fyrir þá sem vilja. Það verður heitt á könnunni að vanda og að sjálfsögðu eru öll velkomin.
Bókasafnið í Hveragerði