moya

17des kl. 17:30-18:30
Þriðjudaginn 17. desember kl. 17:30 verður boðið upp á notalega náttfatasögustund á bókasafninu. Börnin mega mæta í náttfötum og með bangsa. Lesin verður jólasaga sem hentar fyrir börn á aldrinum 3-7 ára.
Bókasafnið í Hveragerði
17des kl. 20:00-22:00
Þriðjudagskvöldið 17. desember ætlum við að eiga saman notalega kvöldstund yfir handavinnu. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur. Öll hjartanlega velkomin í kósý jólastemningu.