6nóv kl. 17:00-18:00
Fyrsti fundur bókaklúbbsins þennan veturinn verður fimmtudaginn 6. nóvember kl. 17-18.
Þá ætlum við að fjalla um bókina Akam, ég og Annika eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur. Þórunn ætlar að mæta og kynna nýja bók sína.
Það verður heitt á könnunni að vanda og öll velkomin. Eintök af bókinni má nálgast í afgreiðslu bókasafnsins.
Bókasafnið í Hveragerði
15nóv kl. 11:30-12:30
Laugardaginn 15. nóvember býður Bókasafnið í Hveragerði, í samstarfi við félagið Vigdísi—vini gæludýra á Íslandi, börnum að lesa fyrir hund sem er sérstaklega þjálfaður til að hlusta á upplestur.
Bókasafn