Leshringur

Leshringurinn hittist á bókasafninu síðasta fimmtudag hvers mánaðar Bókakápa: Svartalogn
kl. 17-18 yfir vetrarmánuðina.

Í hverjum mánuði er lesin ein bók sem svo er fjallað um á næsta fundi. 

Næsti fundur Leshringsins verður fimmtudaginn 31. október. 

Fjallað verður um bókina Svartalogn eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. 

Allir eru velkomnir í leshringinn og þeim sem hafa áhuga á að lesa bók mánaðarins er bent á að koma við í afgreiðslu bókasafnsins og fá hjá okkur eintak af bókinni.