Leshringur

Leshringurinn hittist á bókasafninu síðasta fimmtudag hvers mánaðar Bókakápa: Ég og lífið
kl. 17-18 yfir vetrarmánuðina.

Í hverjum mánuði er lesin ein bók sem svo er fjallað um á næsta fundi. Öll eru velkomin að vera með í leshringnum og þeim sem hafa áhuga á að lesa bók mánaðarins er bent á að koma við í afgreiðslu bókasafnsins og fá hjá okkur eintak af bókinni. 

Þar sem síðasta fimmtudag marsmánaðar ber upp á skírdag verður næsti fundur leshrings bókasafnsins haldinn fimmtudaginn 21. mars. Þá verður fjallað um ævisögu Guðrúnar Ásmundsdóttur Ég og lífið

Það verður heitt á könnunni að vanda og öll velkomin. Eintök af bókinni má nálgast í afgreiðslu bókasafnsins. 

Um bókina:

"Ævi mín er sannkölluð öskubuskusaga" segir leikkonan, leikstjórinn og höfundurinn Guðrún Ásmundsdóttir. Æskan var afar sérstæð, en Guðrún ólst upp hjá öldruðum föður þar sem hún breytti stofunni í leikhús og sótti áhorfendur út á götu. Hún segir frá leiklistarnámi, áhrifavöldum í lífi sínu og talar opinskátt um einkalíf sitt.