Bókasafnið í Hveragerði, í samstarfi við félagið Vigdísi—vini gæludýra á Íslandi, býður börnum að lesa fyrir hunda sem eru þjálfaðir til að hlusta á upplestur. Lestrarstundirnar eru hugsaðar fyrir læs börn á grunnskólaaldri og miða að því að auka öryggi barna við lestur.
Engar lestrarstundir eru fyrirhugaðar eins og er en við munum auglýsa næst þegar þær verða í boði.
Við vekjum athygli á því að lestrarstundirnar eru ekki fyrir börn sem eru hrædd við hunda.