Útlánareglur

Árgjald greiðist einu sinni á ári. Framvísa þarf persónuskilríkjum þegar sótt er um lánþegaskírteini. Gegn því getur notandi haft að láni allt að 30 safngögn í einu og fengið aðgang að Rafbókasafninu.

Börn yngri en 18 ára, öryrkjar og ellilífeyrisþegar greiða ekki árgjald. Öryrkjar þurfa að framvísa örorkuskírteini.

Börn yngri en 18 ára þurfa ábyrgð foreldra eða forráðamanna til þess að stofna skírteini. Eyðublöð má nálgast í afgreiðslu bókasafnsins. Eingöngu er hægt að fá efni ætlað börnum að láni út á barnaskírteini.

Framvísa þarf lánþegaskírteini þegar safngögn eru fengin að láni. Skírteinishafi getur einn tekið að láni safngögn á lánþegaskírteini sitt og ber ábyrgð á öllum safngögnum sem hann tekur að láni.

Bækur, hljóðbækur og tímarit lánast jafnan út í 30 daga í senn en þó eru nýjar bækur ýmist á 10 eða 14 daga láni fyrstu þrjá mánuðina auk þess sem nýjustu eintök tímarita eru eingöngu til afnota á safni. Útlánstími á DVD-diskum er 7 dagar og útlánstími á spilum er 14 dagar.

Hægt er að endurnýja útlán á safngögnum allt að þrisvar sinnum ef ekki liggja fyrir pantanir frá öðrum lánþegum. Notendur geta endurnýjað útlán sjálfir á www.leitir.is eða óskað eftir endurnýjun í gegnum síma eða með tölvupósti.

Verði vanskil reiknast dagsektir skv. gjaldskrá. 

Glatist safngögn eða skemmist þarf að greiða bætur auk dagsekta sé um þær að ræða. Fyrir safngögn nýrri en 5 ára greiðist andvirði að frádregnum allt að 40% að mati bókavarðar. Fyrir safngögn 5 ára og eldri metur bókavörður greiðslu en lágmark er 1.000 kr. á eintak. Athugið að oft má bæta safngögn með samskonar.

Afnot af lánþegatölvum bókasafnsins eru eingöngu fyrir 16 ára og eldri.