Viðburðir

Á bókasafninu eru oft skemmtilegar uppákomur og viðburðir.  

Fastir liðir eru t.d. fundir leshringsins og prjónakaffi yfir vetrarmánuðina, dagskrá í tilefni Blómstrandi daga í ágúst og Bókasafnsdagsins í byrjun september. Fyrir jól koma rithöfundar og lesa úr nýjum verkum auk þess sem boðið er upp á jólaföndur og fleira. Á sumrin er öllum börnum boðið að taka þátt í sumarlestri sem svo lýkur með uppskeruhátíð. 

Fylgist með á heimasíðu bókasafnsins og á Facebook til að sjá hvað er framundan.