Sýningar

 

Á bókasafninu er sýningaraðstaða sem er öllum opin þótt Hvergerðingar gangi alla jafna fyrir. Gert er ráð fyrir að hver sýning standi yfir í einn mánuð. Listamenn sjá sjálfir um sölu á verkum sínum ef um sölusýningu er að ræða og athygli skal vakin á því að Bókasafnið í Hveragerði tekur ekki ábyrgð á verkum á meðan á sýningu stendur. 

Hafðu samband við okkur í netfangið bokasafn@hveragerdi.is ef þú hefur áhuga á að setja upp sýningu á bókasafninu. 

Mynd frá sýningu Obbu á bókasafninu