Rafbókasafnið

Rafbókasafnið

Ef þú átt bókasafnsskírteini í gildi hefurðu aðgang að Rafbókasafninu. Þar er að finna safn hljóðbóka, rafbóka og tímarita. 

  • Lánstími er ýmist 7, 14 eða 21 dagur fyrir rafbækur og 14 dagar fyrir hljóðbækur.
  • Gögnin skilast sjálfkrafa að lánstíma liðnum og því er engin hætta á dagsektum. Við hvetjum þig þó til að skila gögnum um leið og þú klárar svo næsti lánþegi geti notið.
  • Þú getur haft 21 bók að láni í einu og verið með frátektir á 21 bók.
  • Ef enginn er á biðlista eftir bókinni getur þú endurnýjað lánið.


Hvernig fæ ég aðgang að Rafbókasafninu?  

Símar og spjaldtölvur:

  • Einfaldast er að nota Rafbókasafnið í síma eða í spjaldtölvu með Libby appinu. Nálgist appið í App Store eða Google Play.
  • Strikamerkisnúmerið á bókasafnskortinu og lykilorðið fyrir leitir.is er notað til þess að virkja aðganginn.
  • Nánari leiðbeiningar hér fyrir neðan. 


Tölvur:

  • Hægt er að hlusta, lesa og skoða úr tölvunni á rafbokasafn.is, en einnig er hægt að setja upp Libby appið á libbyapp.com
  • Strikamerkisnúmerið á bókasafnskortinu og lykilorðið fyrir leitir.is er notað til þess að virkja aðganginn.
  • Ef þú vilt hlaða niður bókum í tölvuna þarf að setja upp Adobe Digital Editions forritið. 
  • Nánari leiðbeiningar hér fyrir neðan. 


Lesbretti:

  • Ekki er hægt að nota Rafbókasafnið á Kindle og Storytel lesbrettum.  
  • Til þess að hlaða niður bók á öðrum lesbrettum þarf fyrst að stofna Adobe ID-aðgang og sækja og setja upp Adobe Digital Editions forritið á tölvu. Bókinni er svo hlaðið niður á tölvuna, hún opnuð í Adobe Digital Editions og færð þaðan yfir á lesbrettið. 


Strikamerkisnúmer og lykilorð

Manstu ekki lykilorðið eða viltu búa til lykilorð?

 
Hvernig finn ég strikamerkisnúmerið mitt?

  • Strikamerkisnúmerið er framan á bókasafnskortinu þínu og byrjar oftast á GE, A, B, IL eða 400. 
  • Ef þú ert með stafrænt bókasafnskort getur þú skoðað númeriðí símanum. 
  • Þú getur einnig fundið það undir Persónuupplýsingar á Mínum síðum á leitir.is.