Rafbókasafnið

Lánþegar Bókasafnsins í Hveragerði hafa aðgang að Rafbókasafninu. Þar er að finna safn rafbóka og hljóðbóka sem hægt er að lesa eða hlusta á á vefnum eða í Libby appinu sem hægt er að hlaða niður á öll helstu snjalltæki. 

Safnið finnurðu á www.rafbokasafnid.is og þar einfalt skráningarferli. Nota þarf númerið á bókasafnskortinu og lykilorð til þess að virkja aðganginn. Til þess að nota Rafbókasafnið í síma eða í spjaldtölvunni mælum við með appinu Libby sem er frítt á iTunesGoogle Play (Android) og í verslun Microsoft Store (Windows 10)

Útlánstími bóka á Rafbókasafninu er ýmist 7, 14 eða 21 dagur. Bók sem hefur verið tekin að láni skilast sjálfkrafa að lánstíma liðnum og því er engin hætta á dagsektum. Auðvitað er líka hægt að skila fyrr eða óska eftir endurnýjun á láninu ef enginn er á biðlista.

Hver lánþegi getur haft 7 bækur að láni í einu og auk þess verið með frátektir á 10 bókum.

Hægt er að hlaða bókum niður í Libby appinuOverDrive appinu eða Adobe Digital Editions forritinu.

Á vef Borgarbókasafns má nálgast leiðbeiningar um Rafbókasafnið. Einnig er lánþegum velkomið að koma við í afgreiðslu bókasafnsins og fá aðstoð hjá starfsfólki.