Bókagjafir

Bókasafnið tekur við bókum og öðru efni s.s. spilum og DVD diskum að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:

  • Bækur skulu vera hreinar og vel með farnar og mega ekki lykta illa.
  • Spil þurfa að vera vel með farin og ekki má vanta í þau. 
  • Miðað er við að skáldsögur á erlendum tungumálum séu ekki eldri en 10 ára.
  • Engin skilyrði skulu fylgja bókagjöfinni.


Athygli er vakin á því að starfsfólk bókasafnsins yfirfer og velur úr það efni sem talið er henta hlutverki safnsins og þörfum lánþega. Það efni sem ekki nýtist í safnkostinn er selt gegn vægu gjaldi á árlegum bókamarkaði.