Nýtt efni

Kápa: Múffa


Múffa
höfundur: Jónas Reynir Gunnarsson

Áleitin og grípandi saga eftir snjallan höfund um fjölskyldubönd og vináttu, frelsi og hyldýpi – og það hvernig fólk kýs að lifa lífi sínu.
Alma er doktor í heimspeki og fyrrverandi háskólakennari en síðan þau Bjössi fluttu á æskuslóðir hans hefur hún kennt við grunnskólann í þorpinu og litað hárið á sér bleikt. Markús stjúpsonur hennar býr hjá þeim, þrjátíu og þriggja ára gamall og situr inni í herbergi í tölvunni dag og nótt. Pakki sem hann fær sendan í pósti einn daginn markar þáttaskil – fyrir þau öll.
Jónas Reynir Gunnarsson hefur vakið mikla athygli og hlotið tilnefningar og verðlaun fyrir skáldsögur sínar og ljóð. Saga hans, Dauði skógar, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.