Nýtt efni

Kápa: Þegar ástin deyr


Þegar ástin deyr
höfundur: Clare Swatman

Þegar Fran og Will hittast sem börn vita þau um leið að þau eru ætluð hvort öðru. Í ellefu ár eru þau óaðskiljanleg en þegar þau eru átján ára flytur Will í burtu og hverfur úr lífi Fran. 

Tuttugu og fimm árum síðar er Will kominn aftur. Eru forlögin að reyna að gefa þeim annað tækifæri? 

Fran á erfitt með að opna hjarta sitt á nýjan leik, auk þess sem hún á sín eigin leyndarmál. Sú stund rennur upp að þau þurfa að ákveða hvað þau vilja fá út úr lífinu - áður en það er of seint. 

Þegar ástin deyr er yndislega rómantísk saga sem spilar á allan tilfinningaskalann, frá hlátri til tára.