Nýtt efni

Kápa: Mál 1569


Mál 1569
höfundur: Jørn Lier Horst

Norski lögregluforinginn William Wisting er í sumarleyfi þegar honum berst bréf. Í umslaginu er aðeins eitt blað með áletraðri talnarunu: 12-1569/99. Þetta er númerið á 15 ára gömlu morðmáli sem þegar hefur verið rannsakað og dómur fallið í fyrir löngu.
Sumarið 1999 hafði ung kona horfið á leið heim úr vinnu. Hún fannst myrt tveimur dögum síðar. Málið taldist upplýst en með dularfulla bréfinu til Wistings er augljóst að einhver vill að það verði skoðað að nýju með opnum huga. Þegar Wisting fer að skoða gömlu rannsóknargögnin kemur ýmis legt óvænt í ljós sem setur málið í ógnvænlegt samhengi.
Metsöluhöfundurinn Jørn Lier Horst (1970) var háttsettur rannsóknarlögreglumaður í Noregi en frá 2023 hefur hann sinnt ritstörfum einvörðungu. Bækur hans um William Wisting hafa selst í milljónum eintaka. Þær hafa verið þýddar á fjölda tungumála og vinsælar sjónvarpsþáttaraðir hafa verið gerðar eftir þeim.