Nýtt efni

Kápa: Fuglinn í fjörunni


Fuglinn í fjörunni
höfundur: Ann Cleeves

Í Norður-Devon á Englandi, þar sem tvö fljót sameinast á leið í hafið, stendur rannsóknarlögreglumaðurinn Matthew Venn fyrir utan kirkjuna þar sem útför föður hans fer fram. Daginn sem Matthew yfirgaf trúarsöfnuðinn sem hann ólst upp í missti hann fjölskyldu sína líka. Í sama mund og hann gengur burt frá kirkjunni hringir síminn. Lík hefur fundist á ströndinni í nágrenninu. Maður með húðflúraða mynd af stórum sjófugli á hálsinum hefur verið stunginn til bana. Matthew er falin rannsókn málsins.
Þar með hverfur hann óvænt á vit fortíðar sinnar. Banvæn leyndarmál opinberast og hið nýja líf Matthews rekst óþyrmilega á veröld sem hann taldi sig hafa snúið baki við.