Dagskrá bókasafnsins á Blómstrandi dögum

Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar verður haldin dagana 14. - 17. ágúst 2025 og það verður fjölbreytt dagskrá í boði um allan bæ!

Á bókasafninu verður opið frá kl. 12-18 fimmtudag og föstudag og frá kl. 11-16 laugardaginn 16. ágúst. Boðið verður upp á bókamarkað, plöntuskiptimarkað og föndur fyrir fjölskylduna.

Bókamarkaður
Úrval af góðum bókum til sölu á frábæru verði. Ýmiskonar fræðibækur, ævisögur, skáldsögur, ljóðabækur, barnabækur, bækur á erlendum málum. Komið og gerið góð kaup.

Plöntuskiptimarkaður
Öllum er velkomið að skiptast á plöntum, afleggjurum, pottum o.þ.h. Það er ekki nauðsynlegt að koma með plöntur/afleggjara til að taka.

Föndur fyrir fjölskylduna
Í barnahorninu geta foreldrar og börn komið sér fyrir og átt notalega föndurstund.