Lesið fyrir hund

Lesið fyrir hundBókasafnið í Hveragerði, í samstarfi við félagið Vigdísi—vini gæludýra á Íslandi, býður börnum að lesa fyrir hunda sem eru þjálfaðir til að hlusta á upplestur. Lestrarstundirnar eru hugsaðar fyrir læs börn á grunnskólaaldri og miða að því að auka öryggi barna við lestur. 

Næsta lestrarstund verður laugardaginn 22. febrúar. Athugið að nauðsynlegt er að bóka tíma með því að hringja eða senda tölvupóst í netfangið bokasafn@hveragerdi.is

Við vekjum athygli á því að lestrarstundirnar eru ekki fyrir börn sem eru hrædd við hunda.