Sigríður Anna Hjartardóttir eða Anna Sigga eins og hún er alltaf kölluð heldur sýningu á Bókasafninu í Hveragerði í febrúar.
Hún hefur alla ævi teiknað en um 9 ára aldur urðu teikningar og myndlist líf hennar og yndi. Hún er sjálfmenntuð en móðir hennar, Helga Þorsteinsdóttir, var myndlistarkennari m.a. í Grunnskólanum í Hveragerði. Fyrstu teikningarnar Önnu Siggu voru af Steina og Olla (Gög og Gokke) en síðar bættust við Disney persónur og ofurhetjur. Alla ævi hefur hún þó teiknað mikið af abstrakt myndum. Hún hefur gefið börnum sem eiga um sárt að binda myndir en einnig hefur hún gefið myndir til vina og vandamanna við ýmis tækifæri.
Anna Sigga hélt sína fyrstu sýningu í Skyrgerðinni í júlí á síðasta ári í tilefni af 60 ára afmælinu sínu. Börn hennar eru Halldóra Rut verkefnastýra og leikkona, Dagný Sif lögmaður og söngkona, Anna María sálfræðinemi og söngkona og Elías Breki frístundafulltrúi og sögumaður. Stendur fjölskyldan að uppsetningu sýningarinnar með Önnu Siggu ásamt tengdasyni hennar Arnari Péturssyni tónlistamanni og smið sem smíðaði rammana í kringum myndirnar.
Vonum að þið njótið sýningarinnar með ævintýri og nostalgíu í hjarta.
Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði Sími: 483 4531 Netfang: bokasafn@hveragerdi.is |
Afgreiðslutími: |
Bókasafnið í Hveragerði | Sunnumörk 2, 810 Hveragerði | Sími: 483 4531 | bokasafn@hveragerdi.is