Nýtt efni

Kápa: Mzungu

 

Mzungu
höfundur: Þórunn Rakel Gylfadóttir

Eftirvænting ríkir í loftinu þegar Hulda kemur til Kenía þar sem hún ætlar að starfa á heimili fyrir munaðarlaus börn. Hana langar að láta gott af sér leiða og hefur einnig, með hjálp góðs fólks, safnað fé svo hægt sé að auka lífsgæði barnanna. Íslendingurinn Skúli er í forsvari fyrir heimilið og virðist stýra því af miklum myndarskap og hlýju. Þegar líða tekur á dvölina fer Huldu þó að gruna að ekki sé allt með felldu.