Nýtt efni

Kápa: Ljósagangur

Ljósagangur
höfundur: Dagur Hjartarson

Á göngubrúnni yfir Hringbraut heyrist æ oftar undarlegt niður. Er þetta hönnunargalli? Eða er þetta niður aldanna? Í kjölfarið skjóta upp kollinum dularfull fyrirbæri sem virðast í engu samræmi við lögmál eðlisfræðinnar. Vísindamenn standa á gati. Hlutabréfamarkaðurinn tekur dýfu. Ljóðabækur yfirtaka metsölulistana. Kettir hverfa. Ljósagangur leikur um loftin. Og ástin blómstrar hjá ungu pari í Hlíðunum.

Þegar eðlisfræðin og ljóðið mætast verður til Ljósagangur, skáldsaga engri lík. Þetta er vísindaskáldsaga, fantasía, spennusaga en umfram allt: ljóðræn og tregafull ástarsaga full af fegurð og frumleika.