Nýtt efni

Kápa: Andvaka


Andvaka

Höfundur: Ýmsir

Netsamfélagið „Smásögur“ er sönnun þess að fólk getur með samvinnu og dugnaði staðið sjálft að reglulegri bókaútgáfu. Frá árinu 2012 hefur fjöldi upprennandi rithöfunda unnið saman á netinu og árlega gefið út prentað smásagnasafn.

Þessi bók er sú áttunda í bókaflokknum og þemað í ár er draugasögur. Sumar þeirra eru hryllilegar, aðrar grátbroslegar en... VARÚÐ...! Þú gætir orðið andvaka.

Höfundarnir eru jafn fjölbreyttir og sögurnar sem þeir hafa skrifað.