Fyrsti bjórsopinn
höfundur: Philippe Delerm
Þessi litla perla franska rithöfundarins Philippes Delerm sló hressilega í gegn þegar hún kom út í Frakklandi og hefur nú selst í meira en milljón eintökum þar í landi. Í stuttum köflum beinir höfundur sjónum að upplifunum hversdagsins sem veita gleði og lífsfyllingu, hvort sem það er fyrsti bjórsopinn, ilmur af eplum eða lestur á bók eftir Agöthu Christie. Hrífandi frásögnin einkennist af barnslegri forvitni og fyndnum athugasemdum og minnir okkur á að njóta og meta allt hið smáa sem auðgar lífið.
Bókin hlaut frönsku Grandgousier-bókmenntaverðlaunin en þau eru veitt fyrir bækur sem lofa glaðlyndi og lífsins lystisemdir.
Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði Sími: 483 4531 Netfang: bokasafn@hveragerdi.is |
Afgreiðslutími: 1. september - 31. maí |
Bókasafnið í Hveragerði | Sunnumörk 2, 810 Hveragerði | Sími: 483 4531 | bokasafn@hveragerdi.is