
Herranótt
höfundur: Steindór Ívarsson
Ég fæ mér sæti í skuggsælu herberginu og horfi á grannan líkamann engjast
um af kvölum í dálitla stund. Svo stend ég upp og næ í rýtingana.
Hinn látni, Daníel Perosi, er sextíu og níu ára lögfræðingur sem starfaði hjá utanríkisþjónustunni áður en hann settist í helgan stein. Hann var vel liðinn og vinmargur, gjarnan lýst sem heillandi og bráðgáfuðum manni.
Við rannsókn málsins kemur í ljós að Daníel Perosi var ekki allur þar sem hann var séður. Rannsóknarlögreglukonurnar Rúna og Hanna þurfa að grafa djúpt í fortíð þessa leyndardómsfulla manns til að finna ræturnar að voveiflegum örlögum hans. Aldrei hefði þær getað órað fyrir illskunni sem þar leynist.
Steindór Ívarsson hefur komist í röð fremstu og vinsælustu glæpasagnahöfunda Íslands með sögum sínum um rannsóknarlögreglukonuna Rúnu og félaga hennar Hönnu. Bækurnar Blóðmeri og Völundur voru báðar til nefndar til glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og hlutu fádæma viðtökur. Herranótt er myrk og magnþrungin morðgáta sem gefur hinum tveimur ekkert eftir og heldur lesandanum spenntum frá upphafi til enda.
|
Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði Sími: 483 4531 Netfang: bokasafn@hveragerdi.is |
Afgreiðslutími: mánudaga 11-18:30 |
Bókasafnið í Hveragerði | Sunnumörk 2, 810 Hveragerði | Sími: 483 4531 | bokasafn@hveragerdi.is