77 búddískar sögur sem munu breyta þankagangi þínum
höfundur: Shiva Singh
Sögurnar í þessari bók geta hjálpað til að sjá dagleg vandamál og áskoranir í öðru ljósi og beint huganum að því sem raunverulega gerir mann hamingjusama. Oftast er hamingjuna að finna hjá manni sjálfum en ekki í umhverfinu. Fyrir vikið verður maður að gleyma og sleppa því sem maður hefur lært og heyrt. Það er sennilega það erfiðasta við að tileinka sér nýtt sjónarhorn. Þegar allt kemur til alls er hamingjan aðeins spurning um sjónarhorn. Búddískar sögur eru góður vettvangur til að hugleiða spurninguna um hamingjuna.
Við heyrum oft fallegar tilvitnanir og gullkorn sem hvetja okkur til að leita að okkar sanna sjálfi. En þessi orð berast ekki nógu djúpt í meðvitund okkar. Sögur geta hins vegar ratað beint að hjarta okkar og komið til skila boðskap sem hefur dýpri merkingu en orðin ein og sér. Vísdómur verður aðgengilegur athugulum lesanda eins og um persónulega reynslu sé að ræða. Allar búddískar sögur hafa djúpa merkingu sem hjálpa við að koma lífi manns og markmiðum í réttan farveg og opnar möguleikann á að horfa á heiminn í nýju ljósi. Að auki eru sögurnar forvitnilegar og það er vel þess virði að lesa þær í skemmtanaskyni.
Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði Sími: 483 4531 Netfang: bokasafn@hveragerdi.is |
Afgreiðslutími: 1. september - 31. maí |
Bókasafnið í Hveragerði | Sunnumörk 2, 810 Hveragerði | Sími: 483 4531 | bokasafn@hveragerdi.is