Hægri höndin
höfundar: Mohlin & Nyström
Konu er nauðgað á hóteli í miðborg Karlstad og hún hverfur síðan sporlaust. Á hótelherbergi konunnar finnast karlmannshanskar og á þeim lífsýni Ulvsby-morðingjans sem myrti móður sína og hefur verið í felum í átta ár.
John Adderley og samstarfsfólk hans í lénslögreglunni í Karlstad fá málið í hendur. Við rannsóknina beinist athyglin að forstjóra byggingafyrirtækis sem hyggur á miklar framkvæmdir í nágrenni borgarinnar.
Hægri höndin er fjórða sjálfstæða bókin um fyrrum FBI-fulltrúann John Adderley sem fer huldu höfði undir nýju nafni í Svíþjóð, á flótta undan alræmdum eiturlyfjabarón.
Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði Sími: 483 4531 Netfang: bokasafn@hveragerdi.is |
Afgreiðslutími: 1. september - 31. maí |
Bókasafnið í Hveragerði | Sunnumörk 2, 810 Hveragerði | Sími: 483 4531 | bokasafn@hveragerdi.is