Nýtt efni

Kápa: Stóri bróðir
Stóri bróðir
Höfundur: Skúli Sigurðsson

Stóri bróðir er saga um hefnd og réttlæti, um kærleika og missi, ofbeldi og gamlar syndir.
 
Svartklædd vera gengur í skrokk á manni við Rauðavatn og hverfur svo eins og vofa út í nóttina. Enginn veit hver árásarmaðurinn er eða hvað vakir fyrir honum.
 
Emil Þorsteinsson, blaðamaður, telur árásina tengjast öðrum árásum í Reykjavík og að svartklædda veran sitji skipulega um fórnarlömb sín. Rannsókn Emils leiðir í ljós að árásarmaðurinn telur sig ganga erinda þeirra sem eiga um sárt að binda; hann vilji útdeila réttlæti fyrir þeirra hönd.
 
Stóri bróðir er hörkuspennandi og blóði drifin glæpasaga sem tekur óvæntar vendingar þegar minnst varir.

Með þessari fyrstu bók sinni skipar Skúli Sigurðsson sér umsvifalaust á bekk með fremstu spennubókahöfundum landsins.