
Stúlka með fálka
höfundur: Þórunn Valdimarsdóttir
Stúlka með fálka er sjálfstætt framhald bókanna Stúlku með fingur, Stúlku með maga og Stúlku með höfuð þar sem Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur rekur eigin ættarsögu og ævi. Hér stendur stúlkan á sjötugu og lítur um öxl, sögutíminn frá miðjum níunda tug síðustu aldar til dagsins í dag. Staldrað er við ritverkin og atvik úr einkalífi, ferðalög, vini, fjölskyldu og aðra sem haft hafa áhrif á þennan einstaka höfund.
Þetta er samtímasaga full af visku og vangaveltum um lífið og tilveruna. Sem fyrr er Þórunn hispurslaus og opinská og hlífir sér hvergi frásögnin er fyndin og gáskafull en um leið blandin trega og söknuði.
Þórunn Valdimarsdóttir er einn fjölhæfasti rithöfundur okkar, jafnvíg á skáldskap og fræði og hefur fengist við flestar greinar bókmennta. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín og meðal annars verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
|
Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði Sími: 483 4531 Netfang: bokasafn@hveragerdi.is |
Afgreiðslutími: mánudaga 11-18:30 |
Bókasafnið í Hveragerði | Sunnumörk 2, 810 Hveragerði | Sími: 483 4531 | bokasafn@hveragerdi.is