Nýtt efni

Kápa: Með sigg á sálinni

Með sigg á sálinni 
Höfundur: Einar Kárason

Hér segir Einar Kárason rithöfundur frá ævi Friðriks Þórs Friðrikssonar, allt frá bíódögum og sveitasögum bernskunnar til Óskarsverðlaunatilnefningar og kynna leikstjórans af stórstjörnum af ýmsu tagi.
Lífsferill Friðriks Þórs hefur verið bæði ævintýralegur og öfgafullur. Hér er sagt frá fjölmörgum litríkum karakterum, sumum heimsþekktum, öðrum af botni mannfélagsins og ýmsum þar á milli – en alltaf tekst þeim Friðriki og Einari að draga fram gamanmál eða örlagasögur sem gera þá minnisstæða.