Fréttir & tilkynningar

10.03.2023

Áttu fræ?

Við á bókasafninu erum að safna fræjum - til að gefa áfram. Tökum gjarnan við kryddjurta-, matjurta- og sumarblómafræjum á afgreiðslutíma en einnig má setja þau í skilakassann okkar fyrir framan innganginn að bókasafninu. Munið að merkja fræin svo allir uppskeri eins og þeir sá! Við munum svo láta ykkur vita þegar allt verður tilbúið og þið getið sótt ykkur fræ og byrjað að rækta 🙂
09.01.2023

María Kristín sýnir á bókasafninu

María Kristín H. Antonsdóttir sýnir hjá okkur verk frá seríunni Í garðinum hennar ömmu sem hún vann á árinu 2022. María er fædd og uppalin í Hveragerði en býr í Kaupmannahöfn og stundar nám til mastersgráðu við Listaháskólann á Fjóni.
25.11.2022

mmm-kvöld á aðventu

Árleg jóladagskrá Bókasafnsins í Hveragerði og Listasafns Árnesinga verður haldin í listasafninu á fullveldisdaginn fimmtudaginn 1. desember kl. 20. Þá munu rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Pjetu...

Instagram