Fréttir & tilkynningar

30.05.2022

Vegna innleiðingar á nýju bókasafnskerfi

Vegna innleiðingar á nýju bókasafnskerfi verður röskun á þjónustu frá 31. maí - 13. júní. Hægt verður að fá lánað efni og skila en tilkynningar um skiladag munu ekki berast í tölvupósti. Einnig er ekki hægt að taka frá bækur, endurnýja lán eða stofna nýja lánþega. Athugið að engar dagsektir reiknast á þessu tímabili.
14.03.2022

Opnum kl. 13 mánudaginn 14. mars

Vinsamlegast athugið að bókasafnið opnar kl. 13 í stað 11 í dag, mánudaginn 14. mars. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda en bendum á skilakassann við innganginn.
07.02.2022

Bókasafnið lokað 7.-8. febrúar

Af óviðráðanlegum orsökum verður bókasafnið lokað mánudaginn 7. febrúar og þriðjudaginn 8. febrúar.

Instagram