Fréttir & tilkynningar

23.03.2020

Bókasafnið lokað frá 23. mars

Vegna hertra aðgerða skellir bókasafnið í lás frá og með þriðjudeginum 24. mars. Á meðan lokun stendur er hægt er að hringja í síma 483 4531, senda tölvupóst í netfangið bokasafn@hveragerdi.is eða senda skilaboð á Facebook og óska eftir gögnum að láni. Starfsfólk mun sjá um að taka saman pantanir sem hægt er að sækja eða fá sendar heim (innanbæjar). Einnig minnum við á að allir lánþegar hafa aðgang að Rafbókasafninu en þar er alltaf opið.
16.03.2020

Óbreyttur afgreiðslutími

Bókasafnið í Hveragerði heldur óbreyttum afgreiðslutíma þrátt fyrir samkomubann en engir viðburðir, s.s. sýningaropnanir og sögustundir, verða haldnir á meðan samkomubannið er í gildi. Gestir eru hvattir til að hafa hæfilega fjarlægð sín á milli. Áfram verður lögð áhersla á aukin þrif umfram venjubundna ræstingu, m.a. er þurrkað af öllum gögnum sem koma úr útláni með sótthreinsi.
11.03.2020

Norma Samúelsdóttir sýnir á bókasafninu

Opnuð hefur verið sýning á málverkum eftir Normu Samúelsdóttur á Bókasafninu í Hveragerði.
17.01.2020

Sýningaropnun

01.01.2020

Áramótakveðja