Fréttir

Miðar á gámasvæðið

Miðarnir á gámasvæðið fyrir 2021 eru komnir í afgreiðslu bókasafnsins.
Lesa meira

Afgreiðslutími yfir hátíðarnar

Afgreiðslutími bókasafnsins yfir hátíðarnar verður sem hér segir:
Lesa meira

Vinningshafi í Bangsadagsgetraun

Vinningshafinn í bangsagetrauninni, sem haldin var í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum 27. október, kom við hjá okkur á dögunum og sótti vinninginn sinn. Það var hinn 5 ára gamli Benjamín Daði sem datt í lukkupottinn að þessu sinni. Benjamín giskaði rétt á nöfn fimm þekktra bangsa og við óskum honum til hamingju með glaðninginn.
Lesa meira

Samsýning átta listamanna úr Myndlistarfélagi Árnessýslu

Opnuð hefur verið sýning á verkum átta myndlistarmanna úr Myndlistarfélagi Árnessýslu. Á sýningunni eru ólík verk unnin með mismunandi aðferðum og eru þau öll til sölu. Myndlistarmennirnir eru Hallfríður Ólöf Haraldsdóttir, Sæunn Freydís Grímsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Jón Magni Ólafsson, Hjördís Alexandersdóttir, Álfheiður Ólafsdóttir, Kristín Ólafsdóttir og Ásta Þórey Ragnarsdóttir. Sýningin stendur til 30. september og er opin um leið og safnið, mánudaga kl. 11-18:30, aðra virka daga kl. 13-18:30 og laugardaga kl. 11-14.
Lesa meira

Leshringurinn fer aftur af stað

Fimmtudaginn 24. september kl. 17 ætlum við að keyra leshringinn okkar aftur í gang eftir langt hlé vegna covid-19 og sumarleyfa. Við tökum upp þráðinn þaðan sem frá var horfið og spjöllum um Klakahöllina eftir norska rithöfundinn Tarjei Vesaas sem áætlað var að fjalla um í mars síðastliðnum. Allir eru velkomnir.
Lesa meira

Jóna Berg sýnir á Bókasafninu

Sett hefur verið upp sýning á verkum Jónu Berg Andrésdóttur á Bókasafninu í Hveragerði. Jóna sækir hugmyndir sínar í land og náttúru sem hún þekkir vel eftir búsetu í Eyjum og margar ferðir um landið en uppsprettan kemur líka úr dýraríkinu og mannlífinu, ekki síst úr hennar nánasta ranni.
Lesa meira

Bókasafnið opnar á ný

Bókasafnið í Hveragerði verður opnað að nýju mánudaginn 4. maí. Við minnum þó á að samkomubann er enn í gildi þrátt fyrir tilslakanir og biðjum því lánþega að virða áfram tveggja metra regluna, nota spritt og stoppa stutt við.
Lesa meira

Net- og símalaust á bókasafninu

Því miður er bilun í ljósleiðara sem veldur því að net- og símasambandslaust er á bókasafninu.
Lesa meira

Bókasafnið lokað frá 23. mars

Vegna hertra aðgerða skellir bókasafnið í lás frá og með þriðjudeginum 24. mars. Á meðan samkomubanni stendur er lokað fyrir öll útlán og afgreiðslu á bókasafninu. Skiladagur gagna hefur verið færður til 14. maí og tekið skal fram að engar sektir verða reiknaðar á meðan þessum forvarnaraðgerðum stendur. Við minnum á að allir lánþegar okkar hafa aðgang að Rafbókasafninu.
Lesa meira