Þriðjudaginn 24. ágúst kl. 17 verður listamannsspjall með Heléne Sandegård á Bókasafninu í Hveragerði.
Heléne er fædd í Svíþjóð en hefur verið búsett í Danmörku síðastliðin 35 ár. Hún býr ásamt eiginmanni sínum á eyjunni Mön þar sem þau sinna listsköpun og reka lítið gallerí. Heléne notar fjölbreyttar aðferðir við listsköpun sína og sækir innblástur m.a. í náttúru og gríska goðafræði. Hún dvelur nú í Varmahlíðarhúsinu og mun spjalla við gesti um feril sinn. Allir velkomnir!
Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði Sími: 483 4531 Netfang: bokasafn@hveragerdi.is |
Afgreiðslutími: |
Bókasafnið í Hveragerði | Sunnumörk 2, 810 Hveragerði | Sími: 483 4531 | bokasafn@hveragerdi.is