Sandra Clausen sýnir á Bókasafninu

Sandra Clausen býr í Hveragerði og sækir innblástur sinn í náttúru Íslands. Hún er rithöfundur og málar sér til ánægju en myndirnar á sýningunni eru allar gerðar á árinu 2021.

Um sýninguna Ólga:
Innra með öllum flæðir kraftur til sköpunar. Sá kraftur getur brotist upp á yfirborðið í ýmsum myndum og ég sæki þar minn innblástur þar sem þemað er gos. Eldgosi fylgir sprengikraftur sem mallar undir niðri, ekkert gos er eins og því eru myndirnar sem málaðar eru með akríl litum afar ólíkar. Allar eiga þær þó sameiginlegt að fanga óreiðuna sem býr djúpt ofan í kviku jarðar og innra með okkur sjálfum. Ég nota fingur og svampa til að mála og blanda efnivið úr náttúrunni í verkin. Hraunið í myndunum er úr eldgosinu í Geldingadal. Málverkin eiga að tákna tilfinningaólgu sálarinnar.

Sýningin er opin á sama tíma og bókasafnið og stendur til 7. ágúst.