Önnanna - Innlit

Opnuð hefur verið sýning á verkum Jóhönnu Heiðdal Harðardóttur á Bókasafninu í Hveragerði.

Jóhanna - Önnanna er fædd og uppalin í Reykjavík en flutti með eiginmanni og börnum til Hveragerðis à síðasta ári. Hún er leikkona og ferðamálafræðingur að mennt en síðustu ár hefur hún að mestu unnið í ferðabransanum en þó alltaf með eitthvað listatengt verkefni samhliða hvort sem það er að leika, taka ljósmyndir, skrifa, nú eða að mála. Fyrir tæpum tveimur árum síðan fann hún sig í algjöru andlegu þroti eftir margra ára ofkeyrslu og ákvað að endurskoða lífið með þeim tilgangi að minnka stress og hraðann sem einkenndi lífið þá. Hún tók upp pensilinn og fór að gefa sér meiri tíma til að skapa og má þá segja að hún hafi loksins fundið tilgang sinn og hugarró og hefur málað alla daga síðan.

Innlit er önnur einkasýning Jóhönnu. Sýningin er opin á sama tíma og bókasafnið og stendur út júní.

Um sýninguna:

Èg hef alltaf verið með ríkt ímyndunarafl og ævintýragjörn og fannst því tilvalið að sækja innblásturinn fyrir sýninguna beint inn í minn eigin hugarheim þar sem litir og form dansa saman og búa til leikverk á striganum. Verkin eru unnin með akríl og blandaðari tækni á striga. Við bæti ég svo fullt af ímyndunarafli og slatta af tilraunastarfsemi til að ná endanlegri útkomu.

Verið hjartanlega velkomin,
Önnönna