Ljóð og myndir

Nú stendur yfir sýning á vatnslitamyndum Guðbjargar Hákonardóttur og ljóðum Sigrúnar Hákonardóttur á bókasafninu. Guðbjörg og Sigrún dvöldu báðar í Varmahlíðarhúsinu árið 2020 og hafa nú parað saman ljóð Sigrúnar við myndir Guðbjargar. Sýningin ber yfirskriftina Ljóð og myndir og mun standa út október. 

Guðbjörg Magnea Hákonardóttir fæddist í Reykjavík árið 1958. Hún útskrifaðist úr málunardeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1995. Guðbjörg hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis. Árið 2020 dvaldi hún í listamannahúsinu Varmahlíð í Hveragerði. Myndir Guðbjargar á sýningunni eru málaðar með vatnslit á pappír, nokkrar þeirra hafa að auki leir úr Hveragerði. Heimasíða Guðbjargar er www.gugga.is

Sigrún Erla Hákonardóttir fæddist í Reykjavík árið 1954. Hún útskrifaðist úr tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1996. Sigrún hefur sótt námskeið í ritlist bæði á Íslandi og erlendis. Barnabók hennar, Búkollukvæði, kom út árið 2014. Árið 2020 dvaldi hún í listamannahúsinu Varmahlíð í Hveragerði. Ljóð Sigrúnar hér á sýningunni eru frá ýmsum tímum og spegla reynsluheim og hugarflug höfundar. Heimasíða Sigrúnar er www.sigrunh.is