Fréttir

Jóna Berg sýnir á Bókasafninu

Sett hefur verið upp sýning á verkum Jónu Berg Andrésdóttur á Bókasafninu í Hveragerði. Jóna sækir hugmyndir sínar í land og náttúru sem hún þekkir vel eftir búsetu í Eyjum og margar ferðir um landið en uppsprettan kemur líka úr dýraríkinu og mannlífinu, ekki síst úr hennar nánasta ranni.
Lesa meira

Bókasafnið opnar á ný

Bókasafnið í Hveragerði verður opnað að nýju mánudaginn 4. maí. Við minnum þó á að samkomubann er enn í gildi þrátt fyrir tilslakanir og biðjum því lánþega að virða áfram tveggja metra regluna, nota spritt og stoppa stutt við.
Lesa meira

Net- og símalaust á bókasafninu

Því miður er bilun í ljósleiðara sem veldur því að net- og símasambandslaust er á bókasafninu.
Lesa meira

Bókasafnið lokað frá 23. mars

Vegna hertra aðgerða skellir bókasafnið í lás frá og með þriðjudeginum 24. mars. Á meðan samkomubanni stendur er lokað fyrir öll útlán og afgreiðslu á bókasafninu. Skiladagur gagna hefur verið færður til 14. maí og tekið skal fram að engar sektir verða reiknaðar á meðan þessum forvarnaraðgerðum stendur. Við minnum á að allir lánþegar okkar hafa aðgang að Rafbókasafninu.
Lesa meira

Óbreyttur afgreiðslutími

Bókasafnið í Hveragerði heldur óbreyttum afgreiðslutíma þrátt fyrir samkomubann en engir viðburðir, s.s. sýningaropnanir og sögustundir, verða haldnir á meðan samkomubannið er í gildi. Gestir eru hvattir til að hafa hæfilega fjarlægð sín á milli. Áfram verður lögð áhersla á aukin þrif umfram venjubundna ræstingu, m.a. er þurrkað af öllum gögnum sem koma úr útláni með sótthreinsi.
Lesa meira

Norma Samúelsdóttir sýnir á bókasafninu

Opnuð hefur verið sýning á málverkum eftir Normu Samúelsdóttur á Bókasafninu í Hveragerði.
Lesa meira

Bókaverðlaun barnanna 2020

Nú geta börn á aldrinum 6 - 12 ára kosið uppáhalds barnabækur ársins 2019. Lítið við á bókasafninu og fyllið út þátttökuseðil. Heppinn þátttakandi verður dreginn út eftir að kosningu lýkur þann 20. mars
Lesa meira

Sýningaropnun

Föstudaginn 24. janúar kl. 16-17 verður opnuð sýning á verkum Feng Jiang Hannesdóttur á Bókasafninu í Hveragerði. Feng mun taka á móti gestum og bjóða upp á veitingar.
Lesa meira

Prjónakaffi aflýst

Vegna veðurs höfum við ákveðið að aflýsa prjónakaffinu sem átti að vera á bókasafninu í kvöld kl. 20. Fyrsta prjónakaffi vetrarins verður því að óbreyttu ekki fyrr en mánudaginn 3. febrúar kl. 20-22
Lesa meira

Áramótakveðja

Starfsfólk Bókasafnsins óskar lánþegum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þakkar samfylgdina á því liðna.
Lesa meira