Samsýning átta listamanna úr Myndlistarfélagi Árnessýslu

Opnuð hefur verið sýning á verkum átta myndlistarmanna úr Myndlistarfélagi Árnessýslu. Á sýningunni eru ólík verk unnin með mismunandi aðferðum og eru þau öll til sölu. Myndlistarmennirnir eru Hallfríður Ólöf Haraldsdóttir, Sæunn Freydís Grímsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Jón Magni Ólafsson, Hjördís Alexandersdóttir, Álfheiður Ólafsdóttir, Kristín Ólafsdóttir og Ásta Þórey Ragnarsdóttir. Sýningin stendur til 30. september og er opin um leið og safnið, mánudaga kl. 11-18:30, aðra virka daga kl. 13-18:30 og laugardaga kl. 11-14.