Leshringurinn fer aftur af stað

Fimmtudaginn 27. ágúst kl. 17 ætlum við að keyra leshringinn okkar aftur í gang eftir langt hlé vegna covid-19 og sumarleyfa. Við tökum upp þráðinn þaðan sem frá var horfið og spjöllum um Klakahöllina eftir norska rithöfundinn Tarjei Vesaas sem áætlað var að fjalla um í mars síðastliðnum. Allir eru velkomnir. 

Klakahöllin kom út í íslenskri þýðingu Hannesar Péturssonar 1965.

Um bókina:

Á einni vetrarkvöldstund bindast tvær 11 ára stelpur órjúfanlegum vináttuböndum. Siss er foringinn í bekknum, Unn er þögull einfari. Næsta morgunn villist Unn í fossinum sem hefur breyst í klakahöll og finnst ekki aftur. Siss stendur ein undir vegg í frímínútum eins og Unn áður og bíður komu hennar.