Tiha Toleva sýnir á bókasafninu

Opnuð hefur verið sýning á verkum Tihu Toleva á Bókasafninu í Hveragerði. Tiha útskrifaðist með diplóma frá Listmálarabraut Myndlistarskólans í Reykjavík síðastliðið vor. Hún er fædd og uppalin í Búlgaríu en býr og starfar sem myndlistarmaður í Hveragerði. Þetta er hennar önnur einkasýning á Bókasafninu í Hveragerði. Sýningin ber yfirskriftina "Landscapes - I'm not perfect, I'm just a human" eða "Landslag - ég er ekki fullkomin, ég er mannleg" og á henni fjallar hún um fordóma gagnvart mannslíkamanum og ber líkamann saman við fallegt landslag. Sýningin mun standa út nóvember og er opin á sama tíma og bókasafnið; mánudaga 11-18:30, þriðjudaga-föstudaga 13-18:30 og laugardaga 11-14.