Fréttir

Lokað fimmtudaginn 10. nóvember

Fimmtudaginn 10. nóvember mun starfsfólk bókasafnsins sækja námskeið og freista þess að læra betur á nýja bókasafnskerfið sem tekið var í notkun í sumar. Þennan dag verður bókasafnið því lokað. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem það kann að valda en bendum á skilakassa við inngang safnsins. Við opnum svo aftur stundvíslega kl. 13 föstudaginn 11. nóvember.
Lesa meira

Óskar sýnir á bókasafninu

Óskar Theódórsson er fæddur í Reykjavík árið 1961 og stundaði þar myndlistarnám við Myndlistarskólann í Reykjavík. Sýningar hans hlaupa á tugum og er hann hvergi nærri hættur.
Lesa meira

Plöntuskipti föstudaginn 12. ágúst

Eigið þið burkninn þinn ekki skap saman? Er monsteran búin að yfirtaka stofuna og allar hillur fullar af veðhlaupaafleggjurum? Ekki örvænta! Komdu við á bókasafninu föstudaginn 12. ágúst með plöntur, afleggjara, blómapotta o.s.frv. Reglan er planta á móti plöntu en einnig má skilja eftir afleggjara fyrir aðra.
Lesa meira

Vegna innleiðingar á nýju bókasafnskerfi

Vegna innleiðingar á nýju bókasafnskerfi verður röskun á þjónustu frá 31. maí - 13. júní. Hægt verður að fá lánað efni og skila en tilkynningar um skiladag munu ekki berast í tölvupósti. Einnig er ekki hægt að taka frá bækur, endurnýja lán eða stofna nýja lánþega. Athugið að engar dagsektir reiknast á þessu tímabili.
Lesa meira

Opnum kl. 13 mánudaginn 14. mars

Vinsamlegast athugið að bókasafnið opnar kl. 13 í stað 11 í dag, mánudaginn 14. mars. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda en bendum á skilakassann við innganginn.
Lesa meira

Bókasafnið lokað 7.-8. febrúar

Af óviðráðanlegum orsökum verður bókasafnið lokað mánudaginn 7. febrúar og þriðjudaginn 8. febrúar.
Lesa meira

Skertur afgreiðslutími

Af óviðráðanlegum orsökum verður skertur afgreiðslutími á bókasafninu og opið frá 13-17 vikuna 10.-14. janúar auk mánudagsins 17. janúar.
Lesa meira

Afgreiðslutími yfir hátíðarnar

Bókasafnið verður lokað dagana 24.-26. desember og 31. desember-2. janúar. Aðra daga verður hefðbundinn afgreiðslutími.
Lesa meira

Inga Maja sýnir á bókasafninu

Þessa dagana stendur yfir sýning á málverkum Ingu Maju á bókasafninu. Sýningin, sem er sölusýning, mun standa fram í miðjan desember og er opin á sama tíma og bókasafnið; mánudaga kl. 11-18:30, þriðjudaga-föstudaga kl. 13-18:30 og laugardaga kl. 11-14.
Lesa meira