Fréttir

Lokað vegna viðhalds á húsnæði

Vegna viðhalds á húsnæði verður bókasafnið lokað frá og með miðvikudeginum 17. maí til og með mánudagsins 22. maí. Skilakassinn verður á sínum stað við inngang bókasafnsins.
Lesa meira

Afgreiðslutími um páskana

Bókasafnið í Hveragerði verður lokað yfir páskana frá 6.-10. apríl. Opnum aftur stundvíslega kl. 13 þriðjudaginn 11. apríl. Gleðilega páska!
Lesa meira

Áttu fræ?

Við á bókasafninu erum að safna fræjum - til að gefa áfram. Tökum gjarnan við kryddjurta-, matjurta- og sumarblómafræjum á afgreiðslutíma en einnig má setja þau í skilakassann okkar fyrir framan innganginn að bókasafninu. Munið að merkja fræin svo allir uppskeri eins og þeir sá! Við munum svo láta ykkur vita þegar allt verður tilbúið og þið getið sótt ykkur fræ og byrjað að rækta 🙂
Lesa meira

María Kristín sýnir á bókasafninu

María Kristín H. Antonsdóttir sýnir hjá okkur verk frá seríunni Í garðinum hennar ömmu sem hún vann á árinu 2022. María er fædd og uppalin í Hveragerði en býr í Kaupmannahöfn og stundar nám til mastersgráðu við Listaháskólann á Fjóni.
Lesa meira

Lokað fimmtudaginn 10. nóvember

Fimmtudaginn 10. nóvember mun starfsfólk bókasafnsins sækja námskeið og freista þess að læra betur á nýja bókasafnskerfið sem tekið var í notkun í sumar. Þennan dag verður bókasafnið því lokað. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem það kann að valda en bendum á skilakassa við inngang safnsins. Við opnum svo aftur stundvíslega kl. 13 föstudaginn 11. nóvember.
Lesa meira

Óskar sýnir á bókasafninu

Óskar Theódórsson er fæddur í Reykjavík árið 1961 og stundaði þar myndlistarnám við Myndlistarskólann í Reykjavík. Sýningar hans hlaupa á tugum og er hann hvergi nærri hættur.
Lesa meira

Plöntuskipti föstudaginn 12. ágúst

Eigið þið burkninn þinn ekki skap saman? Er monsteran búin að yfirtaka stofuna og allar hillur fullar af veðhlaupaafleggjurum? Ekki örvænta! Komdu við á bókasafninu föstudaginn 12. ágúst með plöntur, afleggjara, blómapotta o.s.frv. Reglan er planta á móti plöntu en einnig má skilja eftir afleggjara fyrir aðra.
Lesa meira

Vegna innleiðingar á nýju bókasafnskerfi

Vegna innleiðingar á nýju bókasafnskerfi verður röskun á þjónustu frá 31. maí - 13. júní. Hægt verður að fá lánað efni og skila en tilkynningar um skiladag munu ekki berast í tölvupósti. Einnig er ekki hægt að taka frá bækur, endurnýja lán eða stofna nýja lánþega. Athugið að engar dagsektir reiknast á þessu tímabili.
Lesa meira

Opnum kl. 13 mánudaginn 14. mars

Vinsamlegast athugið að bókasafnið opnar kl. 13 í stað 11 í dag, mánudaginn 14. mars. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda en bendum á skilakassann við innganginn.
Lesa meira