Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar verður haldin dagana 15. - 18. ágúst 2024 og það verður nóg um að vera á bókasafninu!
Fimmtudagur 15. ágúst
kl. 13-18:30 Hinn árlegi bókamarkaður opnar.
Úrval af góðum bókum til sölu á frábæru verði. Ýmiskonar fræðibækur, ævisögur, skáldsögur, ljóðabækur, barnabækur, bækur á erlendum málum. Komið og gerið góð kaup.
Kl. 13-18:30 Plöntuskiptimarkaður.
Öllum er velkomið að skiptast á plöntum, afleggjurum, pottum o.þ.h. Reglan er planta á móti plöntu og það mun ráðast af veðrinu hvort borðum verður stillt upp inni á bókasafninu eða fyrir utan.
Kl. 13-18:30 Origami fjölskylduföndur.
Í barnahorninu geta foreldrar og börn komið sér fyrir og föndrað origami.
Föstudagur 16. ágúst
Kl. 13-18:30 Bókamarkaður, plöntuskiptimarkaður og origami fjölskylduföndur
Laugardagur 17. ágúst
Kl. 11-16 Bókamarkaður, plöntuskiptimarkaður og origami fjölskylduföndur
kl. 11:30-12 Tónlistarstund fyrir yngstu krílin
Anna Vala Ólafsdóttir frá Tónagulli býður upp á tónlistarstund fyrir yngstu krílin (0-3 ára) í tilefni þess að tónlistarnámskeið fyrir þennan aldurshóp hefjast á Selfossi í haust. Eldri systkini eru velkomin með. Nánari upplýsingar má nálgast á tonagull.is
Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði Sími: 483 4531 Netfang: bokasafn@hveragerdi.is |
Afgreiðslutími: |
Bókasafnið í Hveragerði | Sunnumörk 2, 810 Hveragerði | Sími: 483 4531 | bokasafn@hveragerdi.is