Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar verður haldin frá 17.-20. ágúst. Á bókasafninu verður bæði bókamarkaður og plöntuskiptimarkaður í boði fyrir gesti og gangandi og lengri opnun laugardaginn 19. ágúst frá kl. 11-16.
Fimmtudag, föstudag og laugardag verður plöntuskiptimarkaður á afgreiðslutíma bókasafnsins. Áhugasamir geta mætt og skiptst á plöntun, afleggjurum, blómapottum o.þ.h. Gullna reglan er planta á móti plöntu og veðrið mun ráða því hvort við stillum upp borðum inni á bókasafninu eða fyrir utan.
Fimmtudaginn 17. ágúst kl. 13 opnar hinn árlegi bókamarkaður. Þar verða í boði notaðar bækur af ýmsu tagi, gamlar, nýlegar, íslenskar, erlendar, innbundnar, óbundnar, kiljur, ritsöfn, fræðibækur, skáldsögur, barnabækur og tímarit. Allt á frábæru verði. Markaðurinn mun standa út ágúst.
Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði Sími: 483 4531 Netfang: bokasafn@hveragerdi.is |
Afgreiðslutími: |
Bókasafnið í Hveragerði | Sunnumörk 2, 810 Hveragerði | Sími: 483 4531 | bokasafn@hveragerdi.is