Sýningin „Ein Traum Wurde Wahr: Part II - Ultras“ er einkasýning Röðuls Reys Kárasonar sem stendur yfir í Bókasafninu í Hveragerði í febrúarmánuði. Sýningaropnun verður föstudaginn, 2. febrúar kl. 16:00 og vonumst við til þess að sjá sem flesta þá. Röðull verður einnig á staðnum laugardaginn 3. febrúar frá kl. 12:00 - 14:00
Að auki eru þrjú verk til sýnis hjá Lord Rakara í Gróðurhúsinu og tvö verk til sýnis í Orkustöðinni - Villasjoppu við Austurmörk 22. Verkin eru til sýnis á opnunartíma staðana. Sýningunni lýkur 28. febrúar.
Röðull Reyr útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2004 og með BA í arkitektúr frá sama skóla 2010. Hann hefur verið búsettur í Hveragerði frá árinu 2021.
Með myndlist sinni rannsakar listamaðurinn hvað það er að vera fótboltaaðdáandi með því að segja sögur af mómentinu, fagninu, gleðinni, sögunni, sorginni, ímyndinni, atvikunum, mörkunum, hrópunum og söngvunum, menningunni, pólitíkinni.
Verkin eru teikningar og málverk unnin á pappír og striga.
Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði Sími: 483 4531 Netfang: bokasafn@hveragerdi.is |
Afgreiðslutími: |
Bókasafnið í Hveragerði | Sunnumörk 2, 810 Hveragerði | Sími: 483 4531 | bokasafn@hveragerdi.is