Jakob Árnason sýnir á bókasafninu

Verið velkomin á sýningu Jakobs Árnasonar á bókasafninu í desember. Jakob er að mestu sjálfmenntaður í málaralistinni en hann hefur sótt ýmis námskeið, m.a. hjá Myndlistarskóla Kópavogs. Jakob er búsettur í Hveragerði og er félagi í Myndlistarfélagi Árnesinga og Myndlistarfélaginu Litka. Þetta er hans fjórða einkasýning. Um er að ræða olíumálverk sem unnin hafa verið síðastliðin tvö ár; landslagsmyndir, uppstillingar og abstrakt verk. Sýningin er opin á sama tíma og bókasafnið, virka daga kl. 13-18:30 og laugardaga kl. 11-14.