Málverkasýningar Kára

Kári Sigurðsson er fæddur 1947 í Vopnafirði og ólst þar upp við leik og störf og mikið frelsi. Hann kynntist eiginkonu sinni Brynju Pálmadóttur í Laugaskóla og árið 1965 fluttust þau til Húsavíkur. Þar eignuðust þau og ólu upp börnin sín þrjú; Rut f. 1965, Grímu Eik f. 1966 og Röðul Rey f. 1978. Árið 1999 fluttu þau í Garðabæ og þaðan í Hveragerði 2016 eftir starfslok og hafa búið hér síðan.

Kári heldur tvær sýningar á Bókasafninu í Hveragerði. Fyrri sýningin stendur frá 18. september - 7. október og inniheldur verk frá því hann var 10-12 ára gamall og fram að síðustu aldamótum. Seinni sýningin stendur frá 11.-30. október og inniheldur verk sem Kári hefur unnið frá aldamótum.

Sýningarnar eru opnar á sama tíma og bókasafnið,
virka daga kl. 13-18:30 og laugardaga kl. 11-14.