Fjallabrall fyrir sálartetrið

Verið velkomin á Ljósmyndasýninguna “Fjallabrall fyrir sálartetrið” sem stendur yfir frá 3.-30.apríl á Bókasafninu í Hveragerði. 

Magnea Björk Valdimarsdóttir er kvikmyndagerðarkona og leikkona sem hefur einnig starfað sem leiðsögumaður á Íslandi síðan 2000. Hugmyndin að sýningu kviknaði eftir að Magnea dvaldi í boði Hveragerðisbæjar í Varmahlíð, elsta húsi bæjarins, í listamannsdvöl í mars. Hún heimsótti Elísabetu Jökuls á Heilsustofnun sem benti henni á þann möguleika að halda sýningu á bókasafninu og ákvað Magnea því að slá til. Þetta er sölusýning og kostar hver ljósmynd 7.900 kr. Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins, mánudaga kl. 11-18:30, þriðjudaga-föstudaga kl. 13-18:30 og laugardaga frá 11-14.