Inga Maja sýnir á bókasafninu

Nú stendur yfir sýning á málverkum Ingu Maju Sverrisdóttur á bókasafninu. Inga Maja er fædd á Neskaupsstað árið 1956. Hún lauk fimm ára námi í skúlptúr frá Emerson College í Englandi árið 2002 en hefur einnig sótt mörg námskeið í leirlist, málun og teikningu. Hún hefur haldið sýningar á Englandi, Spáni, Noregi og Íslandi. Síðustu ár hefur Inga Maja einbeitt sér að olíumálun og verkin á þessari sýningu eru unnin með olíu og köldu vaxi.

Sýningin, sem er sölusýning, mun standa fram í miðjan desember og er opin á sama tíma og bókasafnið; mánudaga kl. 11-18:30, þriðjudaga-föstudaga kl. 13-18:30 og laugardaga kl. 11-14.