Jólaprjónakaffi

Fimmtudaginn 24. nóvember verður prjónakaffi með jólalegu ívafi á bókasafninu.

Allir eru velkomnir með handavinnuna sína. Það verður heitt á könnunni að vanda og notaleg jólastemning. Þeir sem eru á milli verkefna eða að stíga sín fyrstu skref í prjóni/hekli eru einnig velkomnir.