Sumarlestur

LestrarhetjanSumarlestur 2024

Skráning er hafin í Sumarlesturinn 2024!

Komið við á bókasafninu og skráið ykkur til þátttöku.

Hvernig virkar sumarlesturinn?

Lestrardagbók:

Þátttakendur fá einnig lestrardagbók til að skrá allar lesnar bækur.
Foreldrar kvitta og starfsfólk bókasafnsins límir límmiða fyrir hverja lesna bók. Á uppskeruhátíð í lok ágúst verða dregnir vinningshafa úr hópi þeirra sem skilað hafa lestrardagbókinni á bókasafnið.

Bókaumsögn:

Fyrir hverja lesna bók má fylla út bókaumsögn og skila í sérstakan póstkassa á bókasafninu. Heppnir lestrarhestar verða dregnir út í allt sumar og hljóta verðlaun.

Lestrarhetjan:

Allir þátttakendur í sumarlestri fá hefti sem inniheldur sex lestraráskoranir og skemmtilegt ofurhetjuspil. Fyrir hverja lestraráskorun fá þátttakendur límmiða til að bæta á spilaborðið. Þannig stækkar spilið með hverri lestraráskorun sem er kláruð í sumar.

Spilaborðið er mynd af Skarkalabæ en þar er allt í rugli! Það þarf að bjarga fólki og furðuverum úr bráðri hættu og það strax! Þú getur verið lestrarhetjan sem bjargar deginum með aðal ofurkraftinum, orðaforðanum! Spilarar skiptast á að vera hetjan á meðan hinir giska á hverjum/hverju lestarhetjan ætlar að bjarga á myndinni.

Uppskeruhátíð:

Í lok ágúst verður haldin uppskeruhátíð sumarlesturs. Þá fáum við góða gesti, setjum allar lestrardagbækurnar í pott og drögum út vinninga. Uppskeruhátíðin verður auglýst nánar þegar nær dregur. Fylgist endilega með á heimasíðu bókasafnsins og á Facebook.