Skráning í sumarlesturinn 2021 er hafin!
Komið við á bókasafninu, skráið ykkur til þátttöku og fáið afhenta lestrardagbók.
Fyrir hverja lesna bók, myndasögu, tímarit eða hljóðbók fá þátttakendur límmiða í lestrardagbókina sína. Að auki geta þátttakendur fyllt út bókaumsögn fyrir hverja lesna bók og skilað í sérstakan póstkassa sem staðsettur er á barnadeildinni. Heppnir lestrarhestar verða svo dregnir út reglulega í allt sumar og hljóta verðlaun.
Lestrardagbókunum skal skilað á bókasafnið fyrir fimmtudaginn 12. ágúst en þá munum við fagna með uppskeruhátíð. Dagskrá uppskeruhátíðar verður auglýst nánar þegar nær dregur. Fylgist endilega með fréttum hér á heimasíðu bókasafnsins og á Facebook.