Sumarlestur

Terra GalinaSumarlestur 2025

Skráning er hafin í Sumarlesturinn 2025!

Komið við á bókasafninu og skráið ykkur til þátttöku.

Í ár ber sumarlesturinn yfirskriftina Lestrarsprettur Lindu landnámshænu.

Linda landnámshæna fann fjársjóðskort í hillunni hjá afa sínu kapteini Langlegg, sem hvarf á undarlegan hátt ásamt páfagauknum sínum, Hananú. Búðu til þitt eigið vegabréf og farðu í svakalega svaðilför með Lindu landnámshænu. Kannski rekist þið á afa Langlegg og Hananú!

Þetta verður ævintýri líkast! Þú getur heimsótt borgina Santíeggó, siglt yfir Fjaðrafjörð, baðað þig í sólinni á Hanama og skoðað pýramídana í Eggyptalandi.

Það eina sem þú þarft að gera er að lesa í 15 mínútur á dag þar til þú lendir á stjörnu. Þá getur þú komið við á bókasafninu og fengið stimpil í vegabréfið. Fyrir hvern stimpil færðu líka happamiða og gætir unnið verðlaun! 

Hver veit nema heppnin verði með þér!

Kíktu við á bókasafninu, fáðu vegabréf, byrjaðu að lesa og leggðu af stað í geggjað ferðalag!

Sumarlestrinum lýkur með uppskeruhátíð fimmtudaginn 3. september kl. 17.

Rithöfundurinn Yrsa Þöll kemur og les úr glænýrri bók úr bókaflokknum Bekkurinn minn.
Blaðrarinn mætir og galdrar fram alls kyns skemmtilegar fígúrur.

Dregnir verða út skemmtilegir vinningar og boðið upp safa og súkkulaði.
Við hlökkum til að hitta alla duglegu lestrarhesta sumarsins!