Plöntuskiptimarkaður

Plöntuskiptimarkaður verður haldinn á bókasafninu á Blómstrandi dögum. 

Laugardaginn 14. ágúst frá kl. 12-15 geta áhugasamir mætt og skiptst á plöntum, afleggjurum, blómapottum o.þ.h. Gullna reglan er planta á móti plöntu. Veðrið stjórnar því hvort við stillum upp borðum inni á bókasafninu eða fyrir utan.