Vegna innleiðingar á nýju bókasafnskerfi

Vegna innleiðingar á nýju bókasafnskerfi á landsvísu verður röskun á þjónustu frá 31. maí - 13. júní.

Hægt verður að fá lánað efni og skila en tilkynningar um skiladag munu ekki berast í tölvupósti. Einnig er ekki hægt óska eftir frátektum, endurnýja lán eða stofna nýja lánþega.

Ekki verður hægt að skrá nýútkomið efni og gera tilbúið til útláns fyrr en eftir miðjan júní.

Athugið að engar dagsektir reiknast á þessu tímabili. 

Við gerum okkar besta til að aðstoða og þökkum þolinmæði og skilning.