Föstudaginn 24. janúar kl. 16-17 verður opnuð sýning á verkum Feng Jiang Hannesdóttur á Bókasafninu í Hveragerði. Feng mun taka á móti gestum og bjóða upp á veitingar.
Feng Jiang Hannesdóttir fæddist 1962 í Guizhouhéraði í Kína og ólst þar upp. Hún lauk prófi frá Guizhou-kennaraháskólanum en starfaði eftir það sem verkefnastjóri endurmenntunar hjá álveri í héraðinu þangað til hún fluttist til Íslands 1995. Samhliða störfum sínum í Kína stundaði Feng nám í teikningu og málun. Hún sótti einnig nám í skúlptúr í Moskvu 2007 til 2009 og i postulínsmálun í Kaupmannahöfn 2010.
Feng er gift Magnúsi K. Hannessyni sem starfar í utanríkisþjónustu Íslands. Búa þau í Hveragerði ásamt syni sínum Hannesi Hermanni Mahong Magnússyni. Feng starfar nú á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands og stundar nám við Háskóla Íslands.
Feng hélt sýningu á verkum sínum í Danmörku en þetta er fyrsta sýning hennar á Íslandi. Á sýningunni eru m.a. olíumálverk og skúlptúrar og mun hún standa út febrúar 2020.
Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði Sími: 483 4531 Netfang: bokasafn@hveragerdi.is |
Afgreiðslutími: |
Bókasafnið í Hveragerði | Sunnumörk 2, 810 Hveragerði | Sími: 483 4531 | bokasafn@hveragerdi.is