Á dögunum var sett upp sýning á verkum Sigurbjargar Eyjólfsdóttur hjá okkur á bókasafninu og af því tilefni býður Sigurbjörg til sýningaropnunar á laugardaginn 28. september kl. 11-14. Sigurbjörg mun taka á móti og spjalla við gesti og gangandi. Það verður að sjálfsögðu heitt á könnunni og allir velkomnir.
Sigurbjörg ólst upp í Reykjavík þar sem hún stundaði nám í listaskóla og lærði allar mögulegar aðferðir til listsköpunar. Árið 1967 flutti hún á Selfoss og rak þar föndurverslun samhliða listsköpun sinni.
Sigurbjörg býr nú í Selvogi þar sem hún málar á allt sem hún kemur höndum á; rekavið, steina, ryðgað járn, kerti o.fl. Hún hefur haldið fjölda sýninga ein og með öðru listafólki og jafnframt tekið að sér að myndskreyta barnabækur.
Sýningin mun standa fram undir miðjan október og er opin á sama tíma og bókasafnið, mánudaga kl. 11-18:30, aðra virka daga kl. 13–18:30 og laugardaga kl. 11–14.
Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði Sími: 483 4531 Netfang: bokasafn@hveragerdi.is |
Afgreiðslutími: |
Bókasafnið í Hveragerði | Sunnumörk 2, 810 Hveragerði | Sími: 483 4531 | bokasafn@hveragerdi.is