Á hverju ári í tilefni evrópska tungumáladagsins þann 26. september stendur félag enskukennara á Íslandi fyrir smásagnakeppni á ensku á meðal grunn- og framhaldsskóla landsins. Nemendur Grunnskólans í Hveragerði tóku þátt í þremur flokkum og átti smásagan að þessu sinni að tengjast orðinu „Joy“ á einhvern hátt. Allar sögurnar eru nú til sýnis á bókasafninu og við hvetjum fólk til að líta við og kynna sér afrakstur nemendanna.
Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði Sími: 483 4531 Netfang: bokasafn@hveragerdi.is |
Afgreiðslutími: |
Bókasafnið í Hveragerði | Sunnumörk 2, 810 Hveragerði | Sími: 483 4531 | bokasafn@hveragerdi.is