Óskar Theódórsson er fæddur í Reykjavík árið 1961 og stundaði þar myndlistarnám við Myndlistarskólann í Reykjavík. Sýningar hans hlaupa á tugum og er hann hvergi nærri hættur. Óskar stundar nú myndlistarnám við Myndlistarskólann í Kópavogi. Pastellitir eru þeir litir sem að Óskar notar hvað mest og eru myndir hans oft af andlitum kvenna. Einnig hefur Óskar gert talsvert af tússmyndum síðastliðin ár en þær hafa verið ansi vinsælar sem tækifærisgjafir. Myndirnar vinnur Óskar nokkuð áreynslulaust enda hugmyndaflugið sterkt sem og áhugi Óskars á myndlist. Þá lýsir Óskar því þannig að markmiðið með verkum hans sé að sýna fjölbreytileika kvenna.
Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði Sími: 483 4531 Netfang: bokasafn@hveragerdi.is |
Afgreiðslutími: |
Bókasafnið í Hveragerði | Sunnumörk 2, 810 Hveragerði | Sími: 483 4531 | bokasafn@hveragerdi.is