Obba sýnir á bókasafninu

Þorbjörg Sigurðardóttir - Obba - hefur opnað sýningu á verkum sínum á Bókasafninu í Hveragerði. 

Þorbjörg er fædd í Reykjavík 1948 og hefur verið í myndlist meira og minna frá árinu 1960 á Íslandi ─ Scotlandi ─  Englandi og Ísrael. Hún lærði við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, Sviðshönnun í Englandi og Grafíska miðlun í Iðnskólanum í Reykjavík. Þorbjörg hefur alla sína tíð verið í skapandi greinum. Hún hefur búið erlendis og lært þar myndlist aðalega teikningar, og notaði mikið vatnsliti, akríl og þurrkrít. Síðustu fjögur ár hefur Þorbjörg unnið með olíu og undanfarin tvö ár hefur hún lært heilun og virkni blómadropa.

Þorbjörg hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum og er meðlimur í Myndlistafélagi Árnessýslu sem hefur aðstöðu í Hveragerði þar sem hún býr  nú.

Á sýningunni, sem er sölusýning, er fjölbreytt úrval verka eftir Þorbjörgu auk þess sem hún er með til sölu tækifæriskort sem gerð eru eftir teikningum hennar. Sýningin mun standa nóvember og er opin á sama tíma og bókasafnið, mánudaga kl. 11-18:30, aðra virka daga kl. 13–18:30 og laugardaga kl. 11–14.