Myndir frá bangsagistingunni

Bangsarnir voru heldur betur spenntir að vera svona margir saman á bókasafninu. Í staðinn fyrir að fara beint að sofa fundu þeir diskóljós og ákváðu að halda bangsadiskó! Eftir diskóið voru sumir orðnir svangir svo þeir fengu sér örbylgjupopp. Aðrir fundu sér bækur og dagblöð að lesa en nokkrir gerðust pínu óþekkir og stálust út af bókasafninu og fram á gang að leika sér. Lætin héldu áfram langt fram á nótt svo eigendurnir voru beðnir að leyfa bangsanum sínum að hvíla sig vel. 

Hægt er að skoða myndir með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan: